Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn (Jósep) Halldórsson

(30. jan. 1854–18. sept. 1914)

Prestur.

Foreldrar: Síra Halldór Jónsson að Hofi í Vopnafirði og f.k. hans Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir dómkirkjuprests í Reykjavík, Oddssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1872, varð stúdent 1877, með 2. einkunn (69 st.), próf úr prestaskóla 1880, með 2. einkunn betri (39 st.). Var barnakennari í Eskifirði veturinn 1880–1, en næsta vetur að Hofi í Vopnafirði. Fekk Mjóafjörð 29. nóv. 1881, vígðist 3. sept. 1882 og hélt til æviloka. Bjó að Þinghóli í Mjóafirði.

Kona (3. júní 1887): Lára Helga (f. >. júní 1868, d. 9. apr. 1898) Sveinbjarnardóttir trésmiðs á Akureyri, Ólafssonar. Synir þeirra, sem upp komust: Halldór bankafulltrúi í Rv., Ólafur bókhaldari í Rv. (Bjarmi, 8. árg.; BjM. Guðfr.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.