Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn (Jósep Gunnar) Skaftason

(9. okt. 1873–29. nóv. 1915)

Póstmeistari.

Foreldrar: Skafti ritstjóri Jósepsson og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir, Nam prentverk á Seyðisfirði og í Kh. Póstmeistari á Seyðisfirði 1904–15, ritstjóri Austra 1905–15, var eigandi prentsmiðju Austra. Bæjarfulltrúi um hríð.

Kona (1910): Þóra Matthíasdóttir prests og skálds Jochumssonar.

Börn þeirra: Guðrún Sigríður, Hildur Ingibjörg, Valgerður átti Dr. Steingrím J. Þorsteinsson prófessor (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.