Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Þorsteinn (Gunnlaugur) Símonarson
(10. jan. 1905–23. sept. 1945)
. Bæjarfógeti. Foreldrar: Símon (d. 25. jan. 1915, 40 ára) Gunnlaugsson á Læk í Viðvík-ursveit og kona hans Guðrún Sigríður (f. 13. ág. 1878) Þorsteinsdóttir í Lóni í Ólafsfirði, Jónssonar. Stúdent í Rv. 1927 með 1. einkunn (6,30 st.). Lauk prófi í lögfræði við Háskóla Íslands 16. júní 1931 með 1. eink. (1261 st.). Var við framhaldsnám erlendis veturinn 1932– 33; við innheimtustörf um hríð í Neskaupstað og Keflavík, Var settur sýslumaður í Barðastrandarsýslu frá 1. okt. 1934 til 25. jan. 1935; settur lögreglustjóri í Ólafsfirði 12. júní 1936; veitt það embætti 1. júlí 1942. Skipaður bæjarfógeti þar frá 1. jan. 1945. Ókv. (Agnar Kl. J.: Lögfr.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.