Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þormóður Óleifsson, skafti

(9. og 10. öld)
Landnámsmaður í Skaftholti í Gnúpverjahreppi. Faðir: Ólafur (Óleifur) breiður Einarsson, Ölvissonar barnakarls. Dætur hans: Þórvör átti Eyvind Þorgrímsson (og var sonur þeirra Þóroddur goði, faðir Skafta lögsögumanns), Þórvé átti Þorkel mána lögsögumann Þorsteinsson goða, Ingólfssonar, og voru synir þeirra Þormóður allsherjargoði, Þorsteinn goði, faðir Bjarna spaka (Landn.; SD.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.