Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þormóður Haraldsson, rammi

(9. og 10. öld)

Landnámsmaður í Siglunesi. Faðir: Haraldur víkingur. Varð útlægur úr Noregi fyrir vígasakir. Átti deilur um Hvanndali við Ólaf bekk Karlsson og varð 16 manna bani, áður en þeir sættust.

Kona: Arngerður, systir Skíða í Skíðadal (sumstaðar talin Skíðadóttir). Synir þeirra: Arngeir hinn hvassi, Narfi, Alrekur (Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.