Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þormóður Guðmundsson, Skeiðagoði

(um 1120 – 1162)

.

Faðir: Guðmundur Hamalsson af karllegg Ingólfs Arnarsonar.

Mun hafa átt í erjum við Flóamenn; Einar Grímsson í Kaldaðarnesi, sem fallið hefir í Laugavígum 1171 og synir Þormóðar hafa verið að þeim vígum og því gerðir héraðsrækir vestur um land. Synir Þormóðar: Atli, er kominn til Hvamm-Sturlu fyrir 15. okt. 1171, Guðmundur prestur, nefndur 1202, faðir þeirra síra Torfa og Þormóðar (d.6.nóv. um 1250), föður þeirra Guðmundar (d. 11. nóv.) og Þorsteins prests (í Skálholti?, d. 2. sept.), og Þorleifur skeifa í Hjarðarholti (faðir Dufguss o. fl.) (Bps. bmf. 1; Landn.; Ob. Isl.; Sturl.) (SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.