Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Þormóður Eiríksson
(um 1668–um 1741)
Skáld í Gvendareyjum.
Foreldrar: Eiríkur í Langadal á Skógarströnd Sigurðsson (prests í Miklaholti, Jónssonar) og kona hans Bergljót Jónsdóttir í Langadal, Brynjólfssonar prests í Hjarðarholti, Bjarnasonar. Var í æsku með móðurbróður sínum, Birni sýslumanni Jónssyni að Staðarfelli, bjó síðan þar á hjáleigu, Hjalla. Átti síðan um hríð heima undir Jökli og var búðsetumaður, síðan í Kiðey, Vaðstakksey, síðast í Gvendareyjum, var um hríð hreppstjóri á Skógarströnd. Eftir hann eru glettnar stökur og rímur af Illuga Tagldarbana og Guðbrandsríma í Skoreyjum. Fáein erindi eru varðveitt úr Ættartalna- og ævirímu hans.
Kona 1: Guðrún Árnadóttir.
Börn þeirra: Sigurður í Melrakkaey, Guðrún átti Jón Guðmundsson í Kiðey.
Kona 2: Brynhildur Jónsdóttir í Sellóni, Guðbrandssonar.
Börn þeirra: Jón í Gvendareyjum, Þóra átti Þorstein Guðmundsson í Arnarbæli, Þuríður átti Benedikt Bassason í Ólafsey, Guðrún átti Gunnar Gunnarsson prests í Stafholti, Pálssonar (Saga Ísl. VI; BB. Sýsl.; Gísli Konráðsson: Söguþættir, Rv. 1915–20).
Skáld í Gvendareyjum.
Foreldrar: Eiríkur í Langadal á Skógarströnd Sigurðsson (prests í Miklaholti, Jónssonar) og kona hans Bergljót Jónsdóttir í Langadal, Brynjólfssonar prests í Hjarðarholti, Bjarnasonar. Var í æsku með móðurbróður sínum, Birni sýslumanni Jónssyni að Staðarfelli, bjó síðan þar á hjáleigu, Hjalla. Átti síðan um hríð heima undir Jökli og var búðsetumaður, síðan í Kiðey, Vaðstakksey, síðast í Gvendareyjum, var um hríð hreppstjóri á Skógarströnd. Eftir hann eru glettnar stökur og rímur af Illuga Tagldarbana og Guðbrandsríma í Skoreyjum. Fáein erindi eru varðveitt úr Ættartalna- og ævirímu hans.
Kona 1: Guðrún Árnadóttir.
Börn þeirra: Sigurður í Melrakkaey, Guðrún átti Jón Guðmundsson í Kiðey.
Kona 2: Brynhildur Jónsdóttir í Sellóni, Guðbrandssonar.
Börn þeirra: Jón í Gvendareyjum, Þóra átti Þorstein Guðmundsson í Arnarbæli, Þuríður átti Benedikt Bassason í Ólafsey, Guðrún átti Gunnar Gunnarsson prests í Stafholti, Pálssonar (Saga Ísl. VI; BB. Sýsl.; Gísli Konráðsson: Söguþættir, Rv. 1915–20).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.