Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Þórðarson

(um 1717–1756)

Prestur. Launsonur Þórðar Franzsonar (prests að Hruna, Íbssonar) og Guðbjargar Ólafsdóttur. Lærði í Skálholtsskóla. Varð djákn að Munkaþverá 1748, missti prestskaparréttindi vegna barneignar (líki, með konu þeirri, er hann átti síðar), fekk uppreisn 5. febr. 1751. Var í Nesi í Höfðahverfi 1751–3, fekk Grímsey 1754, mun hafa vígzt í júní s. á., og hélt til æviloka, andaðist í sjóvolki við Hrísey eða af meinsemd, sem hann hlaut í lendingu.

Kona (18. okt. 1750). Þórhildur (f. um 1712, d. úr hor í Háagerði á Upsaströnd 2. febr. 1784) Ásgrímsdóttir. Dóttir þeirra: Freygerður (fædd eftir lát föður síns) f.k. Hálfdanar Ásmundssonar í Skriðukoti og Hellu á Árskógsströnd (HÞ.; SGrBf.; Ævis. sr. Jóns Steingrímssonar, Rv. 1913).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.