Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Þórðarson

(9. júní 1743–15. júlí 1774)

Klausturhaldari í Teigi.

Foreldrar: Þórður klausturhaldari í Teigi Brynjólfsson Thorlacius og kona hans Kristín Sigurðardóttir sýslumanns eldra, Sigurðssonar. Fekk Þykkvabæjarklaustursumboð 1763, fluttist þangað 1765, en að Teigi í Fljótshlíð vorið 1774.

Kona (7. júlí 1766): Ólöf Hannesdóttir stúdents að Hofi á Kjalarnesi, Vigfússonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þórður í Hvammi undir Eyjafjöllum, Kristín f.k. síra Runólfs Erlendssonar að Brjánslæk (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.