Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Þórðarson

(2. maí 1675–4. nóv. 1697)

Rektor.

Foreldrar: Þórður byskup Þorláksson og kona hans Guðríður Gísladóttir sýslumanns að Hlíðarenda, Gíslasonar. Lærði í 2 ár hjá síra Oddi Eyjólfssyni í Holti, síðan 2) ár í Skálholtsskóla, varð stúdent 1689, var síðan enn 2 vetur að fullkomna sig hjá síra Oddi í Holti, en veturinn 1691–2 hjá foreldrum sínum og fekk þá enn tilsögn hjá Jóni Vídalín, síðar byskupi, fór utan 1692, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 19. okt. s.á., varð baccalaureus 14. maí 1694, var þá í Ehlerskollegium og lét prenta „Dissertatio de ultimo Heclæ incendio“, Kh. 1694 (kom síðar út á þýzku í Hamburger Magazin, VI., er á ísl. í JS. 158, fol.).

Kom s. á. til landsins, fór utan 1695, varð þá attestatus og fekk 28. apr. 1696 vonarbréf fyrir rektorsembætti í Skálholti, tók við því sama haust, en lagðist fyrir jólin í mjaðmarmeini og lá til dauðadags. Ókv. og barn. (JH. Skól.; Saga Ísl. V.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.