Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Þorlákur Þórarinsson
(20. dec. 1711–9. júlí 1773)
Prestur, skáld.
Foreldrar: Þórarinn hreppstjóri Þorláksson að Látrum á Látraströnd og kona hans Þorgerður Eyjólfsdóttir, Hallssonar, Tekinn í Hólaskóla 1726, stúdent 1731, varð s. á. djákn að Möðruvallaklaustri, missti þar prestskaparréttindi 1733, Vegna barneignar með konu þeirri, er hann átti síðar. Bjó fyrst að Reistará syðri, en síðan að Ósi til æviloka (drukknaði í Hörgá). Fekk uppreisn 28. jan. 1735. Eftir tillögum Harboes fekk hann Möðruvallaklaustursprestakall 1745, vígðist 28. nóv. s.á., og hélt til æviloka. Varð prófastur í Vaðlaþingi 1751, en sagði af sér því starfi 1753. Hann var lipurmenni, andríkur kennimaður, gáfumaður mikill og skáld. Pr. er eftir hann „Þorlákskver“, þ.e. „Nokkur ljóðmæli“ (fyrst Hól. 1775 og nokkurum sinnum síðar); „Lítið bænakver“, Hól. 1780; vikivakakvæði í Ísl. gátum, skemmt. o.s.frv. TII–IV.
Margt kvæða hans, tíðavísur o. fl. er í handritum í Lbs.
Kona (21. febr. 1739): Guðrún (d. haustið 1773) Þórðardóttir frá Hallfríðarstaðakoti. Af börnum þeirra komst einungis upp: Sigríður skáldkona átti Hallgrím Einarsson að Ósi og Dunhaga.
Síra Þorlákur sór 17. júlí 1764 fyrir barn, sem kennt hafði honum Karítas „Sigurðardóttir sýslumanns í Stóra Skógi, Vigfússonar. Tók hann sér þetta mál allt mjög nærri. Eftir lát hans lýsti gift kona, Margrét Þorláksdóttir á Kjarna, hann föður að barni sínu, en breytti síðar framburði sínum og eignaði öðrum barnið. Þjóðsagnir ýmsar eru um síra Þorlák, t. d. í Sögusafni Ísafoldar 1891 (HÞ.; SGrBf.).
Prestur, skáld.
Foreldrar: Þórarinn hreppstjóri Þorláksson að Látrum á Látraströnd og kona hans Þorgerður Eyjólfsdóttir, Hallssonar, Tekinn í Hólaskóla 1726, stúdent 1731, varð s. á. djákn að Möðruvallaklaustri, missti þar prestskaparréttindi 1733, Vegna barneignar með konu þeirri, er hann átti síðar. Bjó fyrst að Reistará syðri, en síðan að Ósi til æviloka (drukknaði í Hörgá). Fekk uppreisn 28. jan. 1735. Eftir tillögum Harboes fekk hann Möðruvallaklaustursprestakall 1745, vígðist 28. nóv. s.á., og hélt til æviloka. Varð prófastur í Vaðlaþingi 1751, en sagði af sér því starfi 1753. Hann var lipurmenni, andríkur kennimaður, gáfumaður mikill og skáld. Pr. er eftir hann „Þorlákskver“, þ.e. „Nokkur ljóðmæli“ (fyrst Hól. 1775 og nokkurum sinnum síðar); „Lítið bænakver“, Hól. 1780; vikivakakvæði í Ísl. gátum, skemmt. o.s.frv. TII–IV.
Margt kvæða hans, tíðavísur o. fl. er í handritum í Lbs.
Kona (21. febr. 1739): Guðrún (d. haustið 1773) Þórðardóttir frá Hallfríðarstaðakoti. Af börnum þeirra komst einungis upp: Sigríður skáldkona átti Hallgrím Einarsson að Ósi og Dunhaga.
Síra Þorlákur sór 17. júlí 1764 fyrir barn, sem kennt hafði honum Karítas „Sigurðardóttir sýslumanns í Stóra Skógi, Vigfússonar. Tók hann sér þetta mál allt mjög nærri. Eftir lát hans lýsti gift kona, Margrét Þorláksdóttir á Kjarna, hann föður að barni sínu, en breytti síðar framburði sínum og eignaði öðrum barnið. Þjóðsagnir ýmsar eru um síra Þorlák, t. d. í Sögusafni Ísafoldar 1891 (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.