Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Þórarinsson

(17. öld)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Síra Þórarinn Ólafsson að Bægisá og kona hans Málmfríður Jónsdóttir, Stígssonar (prests í Miklabæ, Björnssonar). Lærði í Hólaskóla og er talinn hafa orðið stúdent þaðan. Mun vera sá, er missti rétt til prestskapar 1659, vegna barneignar með Þuríði Eyjólfsdóttur (sakeyrisreikningar Vaðlaþings 1659–60). Var með móður sinni við afhending Bægisár 26. maí 1665. Mun hafa búið í Öxnadal.

Kona 1: Valgerður Einarsdóttir prests að Myrká, Magnússonar.

Börn þeirra: Þórarinn að Látrum á Látraströnd, Jón í Grímsnesi á Látraströnd, Einar, Helga átti Ólaf Jónsson að Lóni.

Kona 2: Kolfinna Þorláksdóttir prests í Glæsibæ, Sigfússonar. Dóttir þeirra talin Guðleif, varð geðbiluð (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.