Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Þorkelsson

(– – í jan 1622)

Prestur,

Foreldrar: Þorkell Hólaráðsmaður Gamalíelsson og kona hans Sæunn Jónsdóttir. Skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 17. nóv. 1610, varð baccalaureus 11. maí 1616, fekk 30. ág. 1617 leyfi háskólaráðs til þess að setja upp viðbúnaðarskóla í Kh., varð 25. júlí 1621 prestur að Hvidovrekirkju, fyrsti Íslendingur, sem ÞPrestskap hlaut í Danmörku eftir siðskipti.

Kona hans er talin dönsk bakaradóttir (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.