Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Ólafsson

(– – 1686)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ólafur Jónsson í Miklabæ og kona hans Guðrún Þórðardóttir að Marðarnúpi, Þorlákssonar. Er orðinn aðstoðarprestur föður síns a. m. k. 1652, fekk Miklabæ 1658, við lát hans, og hélt til æviloka.

Kona 1 (27. maí 1655). Steinunn eldri (d. um 1669) Jónsdóttir í Héraðsdal, Jónssonar lögmanns á Reynistað, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Ólafur lögréttumaður í Héraðsdal, Ingibjörg s.k. síra Gísla Einarssonar að Múla, Jón.

Kona 2: Ingibjörg (51 árs 1703) Þórðardóttir prests að Myrká, Sigfússonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Gunnlaugur stúdent, Guðrún óg., Steinunn óg., Þóra átti Sigurð Jónsson að Hofi í Skagafjarðardölum, Kristín átti síra Snorra Jónsson að Helgafelli (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.