Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Ívarsson

(– – 1590)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ívar Markússon að Hálsi í Hamarsfirði og Guðný Hallgrímsdóttir á Egilsstöðum, Þorsteinssonar (Sveinbjarnarsonar prests að Múla). Tók við Heydölum 1562. Missti prestskap 1574 vegna Óóskírlífisbrots, en með tilstyrk Guðbrands byskups, frænda síns, fekk hann aftur sama prestakall og hélt til æviloka.

Kona: Guðrún (eða Guðný) Jónsdóttir (úr Öxarfirði), Sigmundssonar.

Börn þeirra: Snjáfríður átti síra Sölva Gottskálksson í Möðrudal, síra Ívar á Kolfreyjustað, Jón, Konráð (flakkari), Guðný, Hróðný, Ingibjörg, Katrín, Jón annar (Dipl. Isl.; Bréfab. Guðbr. Þorl.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.