Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Ísfjörð

(um 1748–2. apr. 1781)

Sýslumaður.

Foreldrar: Magnús Sigmundsson í Meiri Hlíð í Bolungarvík og kona hans Elín Jónsdóttir að Hóli í Bolungarvík, Egilssonar.

Tekinn í Skálholtsskóla 1767, varð stúdent 26. júní 1770, með ágætum vitnisburði, fór utan 1771, skráður í stúdentatölu í háskólanum 24. dec. s.á., með góðum vitnisburði. Vann á stúdentsárum sínum talsvert að handritauppskriftum fyrir P. F. Suhm. Tók lagapróf 6. febr. 1776, með 1. einkunn, var s. á. skipaður lögsagnari Jóns sýslumanns Árnasonar að Ingjaldshóli og gegndi Snæfellsnessýslu eftir lát hans, fekk 9. febr. 1778 Suður-Múlasýslu og hélt til æviloka, átti heima í Eskifirði. Talinn skarpur maður.

Kona (11. okt. 1776, og höfðu þau átt barn saman 1774). Sofía Erlendsdóttir sýslumanns í Ísafjarðarsýslu, Ólafssonar.

Börn þeirra: Kjartan kaupmaður, Jón dó ungur, Charlotta átti fyrr Henrik kaupmann Henkel, síðar yfirforingja í Kh., er Mikkelsen hét. Sofía ekkja Þorláks sýslumanns átti síðar Jón sýslumann Sveinsson í S.-Múlasýslu (BB. Sýsl.; Tímarit bmf. III; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.