Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Vigfússon

(27. okt. 1879 – 28. sept. 1936)

. Hreppstjóri. Foreldrar: Vigfús (d. 26. febr. 1894, 39 ára) Runólfsson á Búlandi í Skaftártungu og fyrri kona hans Sigríður (f. 10. ág. 1851) Vigfúsdóttir í Flögu, Bótólfssonar. Nam búfræði á Hvanneyri; lauk kennaraprófi í Flensborg 1907. Var bóndi í Múlakoti á Síðu. Hreppstjóri þar frá 1912 til æviloka; oddviti hreppsnefndar í 20 ár; sýslunefndarmaður um hríð.

Stundaði lengst af barnakennslu á vetrum; var verkstjóri vegagerðar ríkissjóðs.

Sinnti samvinnumálum; gegndi ýmsum fleiri trúnaðarstörfum.

Kona (28. maí 1909): Helga Guðný (f. 18. febrúar 1884) Bjarnadóttir hreppstjóra í Hörgsdal, Bjarnasonar. Synir þeirra: Bjarni í Múlakoti, Helgi kennari í Rv. (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.