Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Thorgrímsen

(2. okt. 1793 [1794, Bessastsk.] – 11. febr. 1832)

Prestur.

Foreldrar: Síra Björn Þorgrímsson að Setbergi og f. k. hans Helga Brynjólfsdóttir sýslumanns í Hjálmholti, Sigurðssonar. Lærði fyrst hjá föður sínum, þá hjá síra Þorvaldi Böðvarssyni, var því næst 2 vetur í Bessastaðaskóla við góðan orðstír, lærði síðan hjá síra Árna Helgasyni og varð stúdent frá honum úr heimaskóla 1815, lærði jafnframt þýzku og ensku hjá Rasmusi Rask, er þá var hér á landi, og stærðfræði hjá Geir byskupi Vídalín. Styrkti hann að námi bróðir hans, Sigurður landfógeti. Var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. s. á., með 2. einkunn, lauk öðru lærdómsprófi 1816–17, með 1. einkunn, lagði stund á lögfræði, en varð að fara aftur til landsins 1821, vegna heilsulasleika. Varð fyrst skrifari landfógeta, síðan stiftamtmanns, fekk Auðkúlu 9. okt. 1828, vígðist 12. júlí 1829 og hélt til æviloka. Varð bráðkvaddur. Vel gefinn maður og ljúfmenni.

Kona (13. júlí 1829): Jóhanna Jakobsdóttir í Kaupangi, Þorvaldssonar; þau bl.

Hún átti síðar Jóhann gullsmið Pétursson í Rv. (Bessastsk.; Vitæ ord. 1829; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.