Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Stefánsson

(13. okt. 1806–21. júlí 1872)

Prestur.

Foreldrar: Stefán (d. 22. júlí 1854, 86 ára) Stefánsson að Sólheimum í Blönduhlíð og kona hans Helga (d. 15. apr. 1865, 85 ára) Þorláksdóttir á Ökrum í Blönduhlíð, Símonarsonar. Var á 2. ári tekinn til fósturs af móðurföður sínum.

Lærði fyrst hjá Sigurði Arnórssyni, síðar presti að Mælifelli, tekinn í Bessastaðaskóla 1829, stúdent 1833, með heldur góðum vitnisburði. Stundaði næsta vetur kennslu, fór síðan að Ökrum, vígðist 1. apr. 1838 aðstoðarprestur síra Eiríks Bjarnasonar á Staðarbakka, bjó á Króksstöðum, þjónaði þá og um tíma (1840–2) Mel. Fekk Blöndudalshóla 29. jan. 1844, bjó þar fyrst, en frá 1851 á Auðólfsstöðum í Langadal.

Fekk 5. okt. 1859 Undornfell, fluttist þangað vorið 1860 og hélt til æviloka. Klerkur góður og valmenni. Lítill vexti, sem þeir frændur flestir.

Kona 1 (16. júlí 1835): Ragnheiður (f. 26. júní 1816, d. 23. júlí 1843) Jónsdóttir prests í Miklabæ, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Halldóra Kristín óg. og bl., Steinunn átti Jón söðlasmið Jónsson á Brúsastöðum.

Kona 2 (29. apr. 1844): Sigurbjörg (f. 17. júlí 1820, d. 17. ág. 1886) Jónsdóttir prests í Steinnesi, Péturssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Jón Stefán að Tjörn á Vatnsnesi, Þorlákur Símon að Vesturhópshólum og Þorfinnsstöðum, Magnús Sigurður d. í skóla 1871, Halldór Bjarni að Hofi í Vatnsdal, Björn Einar trésmiður að Varmá, Síra Lárus Ólafur í Mýrdalsþingum, Böðvar Pétur sýsluskrifari og póstafgreiðslumaður við Blönduós, síra Arnór Jóhannes að Hesti, Sigurður Friðrik söðlasmiður, Þórarinn Benedikt listmálari í Reykjavík (Bessastsk.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.