Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Skúlason

(– –í sept. 1707)

Prestur,

Foreldrar: Síra Skúli Þorláksson á Grenjaðarstöðum og seinni kona hans Elín Sigurðardóttir sýslumanns á Skútustöðum, Magnússonar.

Skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 8. nóv. 1701, keypti 1703 vonarbréf fyrir Grenjaðarstöðum af síra Þorláki Grímssyni í Miklagarði, vígðist sama haust aðstoðarprestur föður síns, fekk staðinn eftir hann (afhending 11. júní 1705) og hélt til æviloka. Dó í miklu bólu, ókv. og bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.