Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Sigurðsson

(um 1703–27. jan. 1778)

Prestur.

Foreldrar: Sigurður Jónsson að Hofi og Skíðastöðum og kona hans Þóra Þorláksdóttir prests í Miklabæ, Ólafssonar. Var fyrst í Hólaskóla a. m. k. veturinn 1718–19, tekinn í Skálholtsskóla 1723, varð stúdent 1728, fekk Torfastaði 15. júlí 1735, mun hafa vígzt 13. nóv. s.á., fekk Prestbakka á Síðu 1753 og hélt til æviloka. Í skýrslum Harboes fær hann meðalvitnisburð, en er þó talinn vandaður maður og reglusamur.

Kona 1: Steinunn (d. 1752) Sæmundsdóttir prests í Miðdal, Jónssonar.

Börn þeirra: Síra Guðmundur aðstoðarprestur föður síns, Jón á Flókastöðum, Sesselja f. k. síra Jóns Henrikssonar í Keldnaþingum.

Kona 2: Guðrún Jónsdóttir á Spóastöðum, Þórðarsonar.

Börn þeirra: Þorsteinn að Gesthúsum á Seltjarnarnesi, Halldóra átti fyrr Grím Ormsson, prests í Keldnaþingum, Snorrasonar, síðar Jón á Seljalandi Sverrisson, Eiríkssonar, Katrín hvarf 18 ára, Þóra f. k. Ólafs Ólafssonar á Ásólfsskála (HÞ; SGrBf.; Blanda MI.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.