Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Sigfússon

(– – 1693)

Prestur.

Foreldrar: Sigfús Ólafsson að Hvassafelli og kona hans Halldóra Guðmundsdóttir í Gröf á Höfðaströnd, Hallgrímssonar. Hefir fyrst verið aðstoðarprestur í Glæsibæ, fengið það prestakall 1642 og hélt það til æviloka.

Kona: Helga (f. um 1653, d. 1704) Sigfúsdóttir lögréttumanns að Öxnahóli, Ólafssonar.

Börn þeirra: Síra Sigfús eldri í Glæsibæ, Sigfús yngri lögréttumaður að Núpufelli og Grund, Hálfdan í Fornhaga, Hallgrímur skólagenginn, Einar að Þrastarhóli, Markús, Þorbjörg átti Þóri Jónsson að Hlöðum, Þóranna átti Tómas Tómasson að Ósi, Halldóra (átti tvíbura með Hallgrími rektor Thorlacius og dó af þeirri fæðingu), Guðlaug átti fyrst launson (Hallgrím) með Magnúsi Gunnarssyni, varð síðan s.k. Þorvalds Runólfssonar í Dunhaga, Kolfinna s. k. Þorláks stúdent Þórarinssonar (prests að Bægisá, Ólafssonar), Björg átti Þorgrím Jónsson á Skjöldólfsstöðum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.