Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Runólfsson

(1086–1133)

Byskup í Skálholti 1118–33.

Foreldrar: Runólfur Þorláksson, Þórarinssonar, og Hallfríður Snorradóttir, Karlsefnissonar. Lærði í Haukadal, kosinn af Gizuri byskupi til eftirmanns sér og vígður í Danmörku að honum lifanda 28. apr. 1118, eða 30 dögum fyrir andlát hans, til staðar í Reykholti. Tók marga til læringar, efldi kristnihald, og að hvötum hans og Ketils byskups var í lög tekinn kristinréttur eldri.

Ókv. og bl. (Bps. I; Safnl).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.