Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Markússon

(um 1692–14. sept. 1736)

Lögréttumaður, stúdent.

Foreldrar: Markús lögréttumaður Pálsson á Syðri Völlum á Vatnsnesi og kona hans Sigríður Erlendsdóttir prests á Mel, Ólafssonar. Lærði í Hólaskóla og varð stúdent 1712. Bjó fyrst í Gröf á Höfðaströnd, síðan að Sjávarborg frá 1732 til æviloka. Varð lögréttumaður í Hegranesþingi 1719.

Talinn lögvitur, fróðleiksmaður og heppinn læknir. Var vel efnum búinn. Eftir hann er annáll, Sjávarborgarannáll, 860–1729 (Lbs. 290, fol.), ritgerð um erfðir í konungsbókhlöðu í Kh. Lýsing Íslands (sjá Blöndu V).

Lækningabók hans er í JS. 359, 4to.

Kona (1714). Hólmfríður (d. 1745) Aradóttir á Sökku, Jónssonar prests og skálds í Vatnsfirði, Arasonar.

Börn þeirra: Ólafur á Skútustöðum, Sveinn að Sjávarborg, Elín átti Ólaf á Másstöðum Eggertsson prests, Sæmundssonar, Ragnheiður s.k. Sæmundar Magnússonar á Víðimýri, Ingiríður f. k. síra Þorvalds Jónssonar í Hvammi í Laxárdal, Markús á Skriðulandi, Jón á Seylu, Hólmfríður átti síra Svein Jónsson á Knappsstöðum. Þorlákur Markússon fekk 18. mars 1729 leyfi til að takast á hendur prestskap, þótt kona hans hefði áður átt barn (Guðrúnu, sem átti síðar síra Þorvald Gottskálksson) með öðrum manni (Ásgrími Einarssyni), enda arfleiddu þau hana 8. apr. 1736, eins og hún væri skírgetin dóttir þeirra (Saga Ísl. VI; HÞ.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.