Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Loptsson

(– – 1354)

Ábóti í Þykkvabæ 1314–64.

Foreldrar: Loptur Helgason (bróðir Árna byskups) og kona hans Borghildur Eyjólfsdóttir ofsa, Þorsteinssonar í Hvammi í Vatnsdal, Jónssonar (Landn.). Hann virðist hafa haft forstöðu klaustursins á síðustu árum Loðmundar ábóta og hafði þá hjá sér þar Lárentíus Kálfsson, síðar byskup, og lét hann kenna þar. Var hafður til hinna meiri mála. Varð að flýja klaustrið 1342, vegna sundurþykkju við munka, og höfðu þeir jafnvel barið á honum, En er Skálholtsbyskup hafði (1343) tekið þá munka höndum, settist ábóti aftur í klaustrið. Hann var talinn heilagur maður, og voru bein hans tekin upp 1360 (Dipl. Isl.; Ísl. Ann.; Bps. bmf. 1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.