Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Loptsson

(13. okt. 1779 [1780, Vita]–3. júní 1842)

Prestur.

Foreldrar: Loptur lögréttumaður Þorkelsson (síðast að Hofi á Kjalarnesi) og kona hans Ástríður Þorláksdóttir lögréttumanns að Móum, Gestssonar. F. í Þerney. Lærði fyrst hjá Páli konrektor Jakobssyni, tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1797, varð stúdent 1. júní 1803, með góðum vitnisburði. Var síðan 4 ár í þjónustu Björns dómsmálaritara Stephensens, síðan 5 ár ráðsmaður Ólafs stiftamtmanns Stephensens í Viðey (1807–12), síðan um tíma ráðsmaður Magnúsar dómstjóra Stephensens að Innra Hólmi, bjó á Másstöðum á Akranesi. Missti rétt til prestskapar 1815 vegna of bráðrar barneignar með konu sinni, fekk uppreisn 19. nóv. 1817. Fekk Kjalarnesþing 14. ágúst 1819, vígðist 16. apr. 1820 og hélt til æviloka, bjó að Móum. Vel gefinn maður, góður búmaður, vel þokkaður.

Kona (2. júní 1814): Sigríður (d. 8. apr. 1859, 70 ára) Markúsdóttir prests að Mosfelli, Sigurðssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Björn á Höskuldsstöðum, Sigríður átti síra Ólaf E. Johnsen á Stað á Reykjanesi, Þorlákur verzlunarmaður í Reykjavík, Ástríður óg. og bl., Ása átti Jón Ólafsson á Völlum á Kjalarnesi, Guðný átti Magnús Arnórsson prests í Vatnsfirði, Jónssonar, Kristín óg. og bl. (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.