Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Jónsson

(um 1735–4. júlí 1823)

Prestur,

Foreldrar: Jón að Hvammi í Fljótum Þorláksson á Grýtubakka (Benediktssonar) og kona hans Helga Jónsdóttir í Tungu í Fljótum, Jónssonar. Lærði fyrst hjá móðurbróður sínum, síra Sveini Jónssyni á Knappsstöðum, tekinn í Hólaskóla 1754, stúdent 1759, varð djákn á Grenjaðarstöðum 1761, vígðist 27. maí 1764 aðstoðarprestur síra Ketils Jónssonar í Húsavík, fekk prestakallið 1769, við uppgjöf hans, sagði þar af sér prestskap 4. febr. 1808, vegna heyrnarleysis, andaðist í Garði í Kelduhverfi. Vel að sér, kenndi nemöndum skólanám, talinn einn hinna árvökrustu presta, var hagmæltur (sjá ljóðabréf í ÍB. 421, 8vo.).

Kona 1 (1764). Sigríður (f. 1733, d. 25. febr. 1790) Ketilsdóttir prests í Húsavík, Jónssonar. Af 7 börnum þeirra komst einungis upp: Guðrún f. k, Ísleifs dómstjóra Einarssonar.

Kona 2: Helga (d. 6. ág. 1816) Magnúsdóttir; áttu son, er dó ungur (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.