Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Jónsson

(18. sept. 1813–4. dec. 1870)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Þorsteinsson síðast í Kirkjubæ í Tungu og kona hans Þuríður Hallgrímsdóttir að Ljósavatni, Þorlákssonar, F. á Húsavík. Lærði fyrst hjá föður sínum og síðan 4 vetur hjá Sveini síðar presti Níelssyni á Staðastað, tekinn í Bessastaðaskóla 1834, varð stúdent 1839 utanskóla (74 st.).

Var 1 ár skrifari hjá Lárusi sýslumanni Thorarensen og 2 ár hjá Arnóri sýslumanni Árnasyni. Vígðist 26. júní 1842 aðstoðarprestur föður síns, fekk prestakallið (Mývatnsþing) 24. nóv. 1848, eftir hann og hélt til æviloka. Bjó í Vogum, Arnarvatni, Skútustöðum.

Kona 1: Sigríður (d. 1844) Guðmundsdóttir prests á Helgastöðum, Þorsteinssonar; þau bl.

Kona 2: Þórunn (d. 1845) Jónsdóttir hreppstjóra ríka í Böðvarsnesi, Gunnlaugssonar; þau bl.

Kona 3: Rebekka (d. 6. ág. 1864) Björnsdóttir á Bakka á Tjörnesi, Pálssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Síra Björn að Dvergasteini, Hallgrímur verzIunarmaður (d. 1878), Sigríður átti Vilhjálm Bjarnarson að Reyðará við Reykjavík, Guðrún átti Þorberg Þórarinsson að Sandhólum á Tjörnesi, Hildur átti Sigurð verzlunarstjóra Jónsson á Vestdalseyri (Lbs. 49, fol.; Skýrslur; Vitæ ord. 1842; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.