Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Jónsson

(1760–22. maí 1817)

Prestur.

Foreldrar: Jón á Garðstöðum Eldjárnsson (Þorvarðssonar) og kona hans Guðbjörg Þorláksdóttir (úr Önundarfirði), talin fyrst eiðsvarinna ljósmæðra hérlendis. Lærði fyrst hjá síra Guðlaugi Sveinssyni, síðast í Vatnsfirði, tekinn í Skálholtsskóla 1776, varð stúdent 20. apr. 1780, með góðum vitnisburði.

Mun síðan lengstum hafa verið í Vatnsfirði, en að Uppsölum í Seyðisfirði frá 1788, vígðist 1. okt. 1797 aðstoðarprestur síra 11 Helga Einarssonar á Eyri í Skutulsfirði, bjó að Ósi og síðar í Tröð í Bolungarvík. Fekk Stað í Súgandafirði 5. nóv. 1801, fluttist þangað vorið 1802, en Stað á Snæfjallaströnd 16. mars 1812, í skiptum við síra Eirík Vigfússon, og hélt til æviloka.

Vel gefinn, kennimaður ágætur, skáldmæltur og nokkuð hæðinn (sjá Lbs.), búhöldur góður.

Kona (1787); Guðrún Guðmundsdóttir í Reykjarfirði í Vatnsfjarðarsveit, Eiríkssonar prests að Hrepphólum, Oddssonar.

Börn þeirra: Guðmundur að Uppsölum í Seyðisfirði, Þorlákur d. bl., Guðbjörg átti fyrr Guðmund skutlara Guðmundsson í Vigur, síðar Markús Jónsson á Melgraseyri, síra Hjalti á Stað á Snæfjallaströnd (Vitæ ord.; HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.