Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Johnson

(31. ágúst 1838–25. júní 1917)

Kaupmaður,

Foreldrar: Síra Ólafur E. Johnsen á Stað á Reykjanesi og kona hans Sigríður Þorláksdóttir prests að Móum, Loptssonar, Var lengi verzlunarmaður á Englandi. Síðan kaupmaður í Reykjavík til 1890. Braut upp á ýmsum nýungum, vinsæll maður, Rit: Mínir vinir, Rv. 1878; Kvöldvaka í sveit, Rv. (– – 1884; Brúðkaupið á Sóleyjarbakka, Rv. 1888. Sá um enska ævisögu Jón Sigurðssonar.

Kona (1876): Ingibjörg kaupmaður Bjarnadóttir hreppstjóra að Esjubergi, Bjarnasonar.

Börn þeirra: Sigríður átti Ólaf Hauk Benediktsson og síðar dr. Einar Arnórsson, Bjarni lögfræðingur í Reykjavík, Ólafur stórkaupmaður í Rv., Kristín átti Vilhelm tannlækni Bernhöft, Áslaug átti Sigfús Blöndahl kaupmann,

Sonur Þorláks (með Önnu Daníelsdóttur í Þorlaugargerði í Vestmannaeyjum, Magnússonar): Sigurður rith. Heiðdal (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.