Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Hallgrímsson

([var skírður 14. nóv.] 1754–6. okt. 1846)

. Hreppstjóri, dbrm. Foreldrar: Hallgrímur (d. 30. sept. 1785, 68 ára) Jónsson á Kjarna í Eyjafirði og kona hans Halldóra Þorláksdóttir á Ásgeirsbrekku, Jónssonar. Bóndi á Skriðu í Hörgárdal og hreppstjóri í Skriðuhreppi. Tók upp marga nýbreytni í búskap; hafði kornsáð nokkurt og svo trjáviðarplöntun, en kályrkju og jarðeplarækt hina mestu og fekk á ári 40 tunnur af jarðeplum og rótum og mikið kál hafði hann til nautgjafar og varð mjólkursælt. Reisti þófaramylnu og þæfði hún af meðal-vaðmáli eða einskeptu 100 álnir á degi. Var hreppstjóri í Skriðuhreppi. Dbrm.1815. Kona 1: Þorgerður (d. 1. febr. 1791, 43 ára) Jónsdóttir úr Hrísey.

Börn þeirra: Jón á Hallfríðarstöðum, Hallgrímur á Hámundarstöðum, Elín. Kona 2: Margrét (d. 20. sept. 1852, 88 ára) Björnsdóttir frá Sólheimum í Blönduhlíð. Börn þeirra: Þorlákur á Vöglum, Björn í Fornhaga, Jón sundkennari, nefndi sig Kærnested, Friðfinnur í Skriðu, Margrét átti Þorstein Daníelsson á Skipalóni, Halldóra átti Ólaf lækni Thorarensen á Hofi í Hörgárdal (Jón Espólín: Íslands Árbækur XII; Orfis).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.