Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Hallgrímsson

(16. öld)

Prestur.

Foreldrar: Hallgrímur á Egilsstöðum í Vopnafirði Þorsteinsson, Sveinbjarnarsonar (prests að Múla, Þórðarsonar) og kona hans Guðný Sveinbjarnardóttir. Varð prestur á Stað í Hrútafirði fyrir 1540, á Staðarbakka 1542–5, að Þingeyraklaustri 1545–52 (eða 53), þá aftur að Stað í Hrútafirði (ásamt Óspakseyri í Bitru), og þar er hann 1555, en síðan Víðidalstungusókn og bjó í Víðidalstungu, fekk Mel 1573, lét þar af prestskap 1591, enn á lífi 1594. Valmenni og mjög 2 skyldurækinn í prestsverkum.

Kona (8. sept. 1555): Helga (Í. um 1511, d. um 1600, áður fylgikona hans) Jónsdóttir lögmanns, Sigmundssonar, ekkja Kráks Hallvarðssonar á Auðunarstöðum. Synir þeirra síra Þorláks: Guðbrandur byskup, Þórður að Marðarnúpi (Dipl. Isl.; Bréfab. Guðbr. Þorl.; PEÓI. Mm.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.