Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Guðmundsson

(22. dec. 1834–7. júní 1906)

Bóndi.

Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson að Miðfelli í Þingvallasveit og s.k. hans Geirlaug Pétursdóttir að Efri Brú í Grímsnesi, Björnssonar. Bjó að Miðfelli 1859–75, í Hvammkoti (sem hann nefndi Fífuhvamm) í Seltjarnarneshreppi 1875–1902, Eskihlíð við Reykjavík 1902–6. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum bænda. Þm. Árn. 1875–99. Ritstörf: Hugvekja til sveitabóndans, Rv. 1883; Þingsályktun og þjóðmein, Rv. 1886.

Kona (28. júní 1861): Valgerður (d. 23. maí 1912) Ásmundsdóttir að Efri Brú, Þorkelssonar. Af börnum þeirra komust upp: Ásbjörg átti Jón Magnússon í Digranesi, Hallbjörg átti Grím Jóhannesson í Króki í Grafningi, Ástríður dó óg. og bl. (Alþingismannatal; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.