Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Guðbrandsson (Vídalín)

(um 1672-3–1707)

Sýslumaður, skáld.

Foreldrar: Guðbrandur sýslumaður Arngrímsson (hins lærða) og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir yngra að Geitaskarði, Egilssonar, Grv.-Jón (Vísnakver P. Víd.) getur um fleipur Galdra-Páls Oddssonar, er menn hafa dregið af vafa um faðerni Þorláks. Lærði í Hólaskóla, fór utan 1695, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 15. okt. s. á., varð attestatus, var lögsagnari Páls lögmanns Vídalíns í Dalasýslu 1698–9, fekk norðurhluta Ísafjarðarsýslu 15. júlí 1700, sagði upp (eða varð að segja upp) þeirri sýslu 24. júní 1707, andaðist skömmu síðar í miklu bólu. Var gáfumaður og skáldmæltur, stældi mjög fornan kveðskap. Eftir hann er fyrri hluti Úlfarsrímna (pr. í Hrappsey 1775 og tvívegis síðar). Um annan kveðskap hans sjá Lbs.

Bjó í Súðavík, en síðast í Miðvík á Jökulfjörðum.

Kona (hjúskaparleyfi vegna tvímenningsfrændsemi, enda höfðu þau átt saman 2 börn áður): Helga (f. um 1670, dó og í bólunni miklu 1707) Bjarnadóttir prests á Höskuldsstöðum, Arngrímssonar,

Börn þeirra: Síra Hannes á Staðarbakka, Gunnar í Hlemmiskeiðshjáleigu á Skeiðum, Bjarni, Elísabet átti Þorkel Magnússon, Guðmundssonar frá Leirubakka, bjuggu á Landi (Saga Ísl. VI; BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.