Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Gunnlaugsson

(1783–13. maí 1813)

Stúdent.

Foreldrar: Síra Gunnlaugur Magnússon að Reynistaðarklaustri og kona hans Arnfríður Þorláksdóttir. Tekinn í Hólaskóla 1799 og var þar til 1802, er skólinn hætti, var 1805 tekinn í Bessastaðaskóla (efra bekk), varð stúdent 1807, með lélegum vitnisburði, var síðan í þjónustu Vigfúsar sýslumanns Þórarinssonar að Hlíðarenda (1807–8), þá Guðmundar sýslumanns Schevings (veturinn 1809–10), en Geirs byskups Vídalíns frá 1810, fór utan líkl. 1812 og andaðist í Friðriksspítala úr taugaveiki, áður en hann væri skráður í stúdentatölu (Bessastsk.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.