Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Gunnlaugsson

(17. öld)

Bóndi.

Foreldrar: Síra Gunnlaugur Sigurðsson í Saurbæ í Eyjafirði og fyrsta kona hans Helga Þorbergsdóttir kirkjuprests, Ásmundssonar.

Lærði í Hólaskóla, gekk erfiðlega og óvíst, að hann hafi orðið stúdent. Fór til Hollands að nema handiðn, átti þar launson, Þorlák, er kvæntist þar og fór til Austurindía. Kom aftur til landsins og mun hafa átt heima sunnanlands, d. skömmu fyrir 1700.

Kona: Anna Árnadóttir lögréttumanns að Heylæk, Magnússonar.

Börn þeirra talin: Þórdís, Þorgerður átti fyrr Braga Jónsson í Hausastaðakoti, síðar Nikulás Jónsson, Þorbergur, Guðrún, Erlendur (er á Bakka í Melasveit 1703), varð holdsveikur (var faðir Helga á Hæringsstöðum í Flóa), Þrúður, Solveig, Bragi (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.