Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Arnbjörn Árnason

(í maí 1776–25. jan. 1835)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Síra Árni Tómasson að Bægisá og kona hans Helga Jónsdóttir. F. að Bægisá (skírður 20. maí 1776). Tekinn í Hólaskóla 1791 og var þar 3 vetur (1791–3 og 1794–5). var síðan í heimaskóla hjá síra Jóni Konráðssyni í Húsey, þá aðstoðarpresti í Glaumbæjarprestakalli, samtals 4 ár, og varð stúdent úr heimaskóla frá Páli rektor Hjálmarssyni 25. maí 1799. Var fyrst með móður sinni að Stóru Giljá, en hóf búskap að Brekku í Þingi 1801, fluttist þaðan að Stóru Giljá 1804, síðan að Akri 1808, en síðast að eignarjörðu sinni, Stóra Ósi í Miðfirði 1815, og var þar til dauðadags. Hann var talinn mjög tornæmur, en búmaður góður.

Kona hans (2. okt. 1801): Sigurlaug (d. 3. júní 1835) Bjarnadóttir, bróðurdóttir síra Björns í Bólstaðarhlíð og stjúpdóttir Ólafs stúdents Ingimundarsonar að Torfalæk.

Börn þeirra: Helga s.k. Bjarna stúdents Friðrikssonar Thorarensens að Stóra Ósi, en átti síðar Gunnlaug Henriksson, Jón í Syðsta Hvammi á Vatnsnesi, Guðrún kona Jóns Jónssonar að Giljá, bræðrungs síns, Stefán á Spena í Miðfirði, Þorbjörg kona Jóns Jónssonar síðast prests á Rafnseyri, Benediktssonar (þau skildu, bl.), Þóra átti laundóttur (fór vestur á land), Helga yngri kona Sveins Markússonar á Dalgeirsstöðum, Ólafur í Grafarkoti (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.