Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Grímsson

(um 1659–í júní 1745)

Prestur,

Foreldrar: Grímur lögréttumaður Sigurðsson í Miklagarði og kona hans Guðrún Illugadóttir Hólaráðsmanns, Jónssonar.

Lærði í Hólaskóla, var síðan í þjónustu Gísla byskups Þorlákssonar og ekkju hans, fór utan 1685, var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 8. sept. s. á., varð attestatus, fekk vonarbréf fyrir Grenjaðarstöðum 21. maí 1687, kom til landsins s. á. og var um hríð í þjónustu Þórðar byskups Þorlákssonar í Skálholti (í heyrara stað síðara hluta vetrar 1688), bjó í Hlíðarhaga í Eyjafirði 1703 (seldi s. á. vonarbréf sitt fyrir Grenjaðarstöðum fyrir um 40 hundr. Þorláki, syni síra Skúla Þorlákssonar), hefir vígzt haustið 1703 aðstoðarprestur síra Þorsteins Ólafssonar í Miklagarði, en ekki tekið þar við að fullu fyrr en 1708–9 (gegndi og jafnframt Saurbæjarsókn 1707–8). Honum var í bili 1724 vikið frá af prófasti, af misfellum við altarisþjónustu, en af prestastefnu 26. sept. 1724 dæmt að halda prestakallinu og lúka til fátækra prestekkna 3 hundr., lét af prestskap í Miklagarði 1743, hafði flutzt þaðan búferlum um 1722–4 að Stóra Dal, var síðast á Arnarstöðum og andaðist þar, virðist frá 1740 hafa notið tillags frá prestaköllum. Latínuerindi er pr. eftir hann með Landnámabók, Skálh. 1688.

Kona: Guðný Björnsdóttir lögréttumanns að Hvassafelli, Hallssonar.

Börn þeirra: Jón varð úti á Hjaltadalsheiði 1726, Hallur á Jörundarstöðum, Skúli var aumingi, Grímur, Guðbrandur, Guðrún átti fyrst launbarn með Magnúsi Þórðarsyni („Bréfa-Þórðar“) að Möðrufelli, varð síðar s.k. Þórðar Sveinssonar á Þórustöðum á Svalbarðsströnd (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.