Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Eiríksson

(– –um 1695)

Prestur.

Foreldrar: Síra Eiríkur Hallsson að Þvottá og kona hans Ingibjörg Eyjólfsdóttir. Hann er í yfirreiðum með Brynjólfi byskupi Sveinssyni 1647, 1648 (þá „tjaldpiltur“), 1650, 1652–4, hefir hin síðari þessara ára líkl. verið í Skálholtsskóla, er eystra (hjá föður sínum?) frá 1659 eða fyrr, fekk Þvottá 1666, vígðist 15. júlí s. á. og hélt til æviloka.

Talinn í æsku kímilegur í háttum og brögðóttur.

Kona: Ólöf (f, um 1645) Guðmundsdóttir í Melrakkanesi, Bessasonar; þau bl. Hún er húskona að Þvottá 1703 (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.