Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Einarsson

(– – 1596)

Sýslumaður að Núpi í Dýrafirði.

Foreldrar: Einar Sigvaldason að Hrauni og kona hans Gunnhildur Jónsdóttir. Var með Gizuri byskupi, bróður sínum, í Skálholti. Fekk Hrafnseyri til forráða (til 1560) og hélt þar prest. Mun hafa verið lögsagnari við og við í Ísafjarðarsýslu, en fekk sýsluvöld í vesturhluta hennar eftir 1573.

Talinn spekingur að viti og lögkænn, enda í lögmannskjörum 1570, er Þórður Guðmundsson hreppti. Hraustmenni að burðum.

Kona 1 (1544). Guðrún Hannesdóttir hirðstjóra, Eggertssonar.

Sonur þeirra: Gizur sýslumaður að Núpi.

Kona 2: Vigdís Þórólfsdóttir að Hjalla, Eyjólfssonar,

Börn þeirra: Jón (– – lögréttumaður að Firði á Skálmarnesi, Guðrún átti Einar Þorleifsson að Múla á Skálmarnesi, Guðrún yngri átti Bjarna Einarsson, Sigríður átti Bjarna Pantaleonsson í Arnardal, Ingveldur átti Ólaf Björnsson á Suðureyri, Margrét átti Steindór Ormsson, Jónssonar, Gunnhildur varð miðkona Þórðar Þorlákssonar að Marðarnúpi (Dipl. Isl.; Alþb. Ísl.; BB. Sýsl.) Þorlákur Einarsson (16. öld).

Lögréttumaður, prestur, Faðir: Einar Dagfinnsson og virðist hafa átt heima undir Eyjafjöllum, og þar var Þorlákur lögréttumaður orðinn 1556. Hefir vígzt líkl. 1567 (vegna prestaeklu) að Sólheimaþingum, en hefir einnig gegnt Reynisþingum, a.m.k. um tíma (víslega 1583). Átti hluta í Sólheimum og hefir líkl. búið þar. Er á lífi 1594, en d. fyrir 13. maí 1601.

Kona: Vilborg Sigvaldadóttir, Gunnarssonar. Synir þeirra: Einar lögréttumaður eldri hefir farizt í mannskaðaveðri miklu á sjó í Mýrdal 1603 og annar bróðir hans með honum, Jón hleypti til hafs í sama veðri, komst í enska skútu, settist að í Englandi, Einar yngri (kemur við dóma á alþingi 1607 og 1617), Gizur á Herjólfsstöðum í Álptaveri, enn á lífi 11. júní 1641, þá 71 árs (Dipl. Isl.; Alþb. Ísl; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.