Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Björnsson

(6. júlí 1893–27.jan.1948)
. Verzlunarfulltrúi. Foreldrar: Síra Björn (d. 3. mars 1935, 83 ára) Þorláksson á Dvergasteini og kona hans Björg (d. 28. sept. 1949, 16 ára) Einarsdóttir í Stakkahlíð í Loðmundarfirði, Stefánssonar, Stúdent í Rv. 1911 með einkunn 6,2 (81 st.). Las læknisfræði í 5 ár við háskólann í Kh. og síðar í læknadeild Háskóla Íslands í 2 vetur, en lauk ekki embættisprófi Gerðist starfsmaður hjá heildsöluverzlun í Reykjavík og varð fulltrúi þar til æviloka. Kona (1924): Valgerður (f. 13. nóv. 1895) Einarsdóttir steinsmiðs í Rv., Finnssonar. Synir þeirra: Björn, Einar (B.J.: Íslenzkir Hafnarstúdentar; o. f1.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.