Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Bjarnason

(– – 12. sept. 1673)

Prestur.

Foreldrar: Bjarni Sigurðsson á Stokkseyri og kona hans Salvör Guðmundsdóttir prests í Gaulverjabæ, Gíslasonar. Fekk Helgafell 24. apr. 1625, vígðist fyrr í sama mánuði (staðfestingarbréf 28. júlí 1626). Átti þar á fyrsta ári launbarn með Margréti Kristjánsdóttur prests, Villadssonar (sjá sakeyrisreikning Snæfellsnessýslu 1625–6), og fór hún að Staðastað, en hann hefir látið af prestskap stuttan tíma, sagði af sér Helgafelli 1661, fluttist þá að Stokkseyri og andaðist þar. Hann var auðmaður. Gaf 1655 Drápuhlíð til uppeldis Helgafellsprestum.

Kona 1: Ólöf (d. 1669) Guðmundsdóttir prests á Staðastað, Einarssonar; þau barnl.

Kona 2: Helga (f. um 1629, d. um 1717) Benediktdóttir lögréttumanns á Háeyri, Þorleifssonar; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.