Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur Arngrímsson

(1631–1673)

Prestur.

Foreldrar: Síra Arngrímur lærði Jónsson á Mel og s.k. hans Sigríður Bjarnadóttir prests á Grenjaðarstöðum, Gamalíelssonar.

Lærði í Hólaskóla, mun hafa orðið stúdent 1650, var heyrari í Skálholtsskóla veturinn 1650–1, fór utan 1651, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 3. nóv. s. á., kom aftur til landsins 1654 (eða 1653), fekk Staðarbakka, vígðist á föstu 1655, og hélt til æviloka.

Kona: Björg Jónsdóttir í Dunhaga, Teitssonar (á Holtastöðum, Björnssonar).

Börn þeirra: Rannveig átti Þorvald Ólafsson að Lækjamóti, Ingibjörg átti Jón Arngrímsson, Jónssonar, Guðrún átti Ólaf Ólafsson að Haukagili (HÞ; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.