Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorlákur (Stefán) Blöndal

(19. apr. 1832–28. júní 1860)

Umboðsmaður, skáld.

Foreldrar: Björn sýslumaður Blöndal og kona hans Guðrún Þórðardóttir. Var einn vetur í latínuskólanum í Reykjavík. Gerðist því næst skrifari hjá dönskum sýslumönnum, fyrst í Mýrasýslu (var þá að Lundum Stafholtstungum), síðan Borgarfjarðarsýslu (og var Höfn í Melasveit). Fluttist til Ísafjarðar 1858 og var þá settþa þa ur sýslumaður í þeirri sýslu.

Hafði og umboð (líkl. Álptafjarðarjarða) til æviloka. Hann drukknaði fyrir Arnardal. Í Lbs. eru kvæði eftir hann.

Kona 1 (27. júní 1854): Hólmfríður (f. 10. júlí 1822, d. 13. mars 1855) Böðvarsdóttir prests á Mel, „ Þorvaldssonar.

Sonur þeirra: Kristján Valdimar verzIunarmaður á Seyðisfirði (fórst þar í snjóflóðinu mikla 1885).

Kona 2 (4. júlí 1857): Jakobína Sigríður (f. 6. okt. 1840) Jakobsdóttir prests á Melum, Finnbogasonar. Af 2 börnum þeirra komst upp: Hólmfríður átti Ketil Bjarnason í Reykjavík.

Jakobína ekkja Þorláks átti síðar Jón Einarsson í Lundi í Þverárhlíð (Kirkjubækur; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.