Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Þórðarson (Galdra-Leifi), skáld

(– – 1647)

Bjó á Garðsstöðum hjá Ögri.

Foreldrar: Þórður, launsonur Þorleifs sýslumanns Grímssonar á Möðruvöllum, og kona hans Steinunn Ólafsdóttir bónda í Héraðsdal, Ormssonar. Kvæði nokkur eru kunn eftir hann (sumt pr. í Ísl. gátur, skemmt. o.s.frv. III–IV), en mjög hefir hann verið hjátrúarfullur og jafnvel ruglaður annað veifið.

Varðveitt eru 2 sendibréf frá honum árið 1633, merk að orðfæri.

Kona: Guðrún (föðurnafn eigi greint).

Börn þeirra: Þórður, Þórunn.

Kona 2: Guðvíf, talin landshornakona (PEÓIl. Mm.; Saga Ísl. IV; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.