Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Þorláksson

(um 1690–1779)

Prestur.

Foreldrar: Þorlákur Þorleifsson á Kirkjubóli á Bæjarnesi og kona hans Þóra Snæbjarnardóttir lögréttumanns á Kirkjubóli í Langadal, Torfasonar. Ólst upp á Stað í Aðalvík hjá föðursystur sinni, Valgerði, og manni hennar, síra Einari Ólafssyni.

Lærði hjá síra Einari, tekinn í Skálholtsskóla líkl. 1709, varð stúdent 1712. Vígðist 5. nóv. 1713 að Kirkjubólsþingum í Langadal, sagði þar af sér prestskap 1765, frá fardögum næsta ár, var prófastur í Ísafjarðarsýslu 1729–-30, í forföllum síra Páls Péturssonar á Álptamýri.

Í skýrslum Harboes er hann talinn mjög ágjarn. Bjó fyrst á Kirkjubóli, en frá 1722 jafnan á Laugabóli. Hann þýddi guðsorðabók eftir Serres, og mun hún ekki kunn nú. Átti erjur talsverðar við Teit sýslumann Arason.

Kona 1: Ingibjörg (f. 1688, d. 1764) Jónsdóttir á Laugalandi, Jónssonar.

Börn þeirra: Ingibjörg átti síra Þorberg Einarsson á Eyri í Skutulsfirði, Þorleifur stúdent og bóksali, Steinunn átti Steindór Finnsson í Belgsdal, Sigríður átti fyrst laundóttur (með Jóni fálkafangara Steingrímssyni að Múla „á Langadalsströnd): Kristínu (sem átti Jón sýslumann Arnórsson í Reykjarfirði), varð síðan s.k. Magnúsar Björnssonar að Núpi í Dýrafirði, Valgerður f. k. Þorleifs Sigurðssonar á Laugabóli, Helga átti Ólaf Finnsson að Múla á Skálmarnesi.

Kona 2 (1766). Þuríður (f, um 1744, d. 21. jan. 1821) Gunnlaugsdóttir, Torfasonar prests á Stað á Snæfjallaströnd, Bjarnasonar; þau bl.

Hún átti síðar Jón stúdent Jónsson á Laugalandi (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.