Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Þorleifsson (Thorlevius)

(um 1732–í maí 1782)

Bóksali.

Foreldrar: Síra Þorleifur Þorláksson á Laugabóli og f. k. hans Ingibjörg Jónsdóttir. Stúdent úr Hólaskóla í okt. 1750, eftir tveggja vetra nám, vel gefinn, en þókti ekki koma sér vel við alla. Fór utan 1751, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 18. dec. s. á., varð baccalaureus 12. júlí 1755, lagði einkum stund á stærðfræði. Varð bóksali í Kh. og er ekki getið, að hann hafi átt konu eða börn. Var deilugjarn maður og óróasamur (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.