Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Þorleifsson

(1801–27. jan. 1877)

Smáskammtalæknir, dbrm.

Foreldrar: Þorleifur Guðbrandsson á Hofstöðum og kona hans Kristín Jónsdóttir að Þúfu, Snorrasonar.

Bjó fyrst á Hofstöðum, síðan á Hallbjarnareyri og var þar spítalahaldari, síðast (frá 1854) í Bjarnarhöfn, sem hann hafði keypt, enda þá orðinn efnamaður af atorku sinni og útsjónarsemi. Var fyrst blóðtökumaður, en lagði síðan stund á lækningar, talinn hafa fengið lækningaleyfi frá landlækni um 1864–6.

Fór af honum mikið orð í lækningum.

Kona: Kristín eldri Sigurðardóttir í Skógarnesi, Guðbrandssonar (þau bræðrabörn).

Börn þeirra: Guðrún átti Þorstein Kristjánsson í Hrísdal, Kristín átti Jón Magnússon í Skógarnesi, Kristín (önnur) átti Þórð (Jóhann) Þórðarson á Rauðkollsstöðum, Þorleifur í Bjarnarhöfn (Sunnanfari IX–X; o.fl.; sjá og frásagnir í Lbs.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.