Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Þorkelsson

(um 1771 –5. okt. 1838)

. Hreppstjóri.

Foreldrar: Þorkell (d. 1775, 31 árs) Þorleifsson í Eiríksstaðakoti (nú Brattahlíð) í Svartárdal og kona hans Ingiríður eldri (d. 6. dec. 1824, áttræð) Jónsdóttir á Skeggsstöðum, Jónssonar. Bóndi í Stóradal í Svínadal. Mikill búhöldur, stjórnsamur, lángefinn og fólksæll; gerðist auðugur. Hýsti jörð sína stórmannlega. Var lengi hreppstjóri; varði vel sveitunga sína, harðdrægur mót áleitni. Gekkst fyrir samtökum um að flytja vörur bænda suður til Rv. og verzla þar, er kaupmenn í Höfðakaupstað þóttu illir viðskiptis. Kona (6. ág. 1804): Ingibjörg (d. 17. dec. 1859, 77 ára) Guðmundsdóttir í Stóradal, Jónssonar; þau systkinabörn; hún átti síðar Kristján Jónsson í Stóradal. Börn Þorleifs og hennar, sem upp komust: Ingibjörg átti Klemens Klemensson í Bólstaðarhlíð, Guðrún átti Halldór hreppstj. Magnússon í Geldingaholti, Guðmundur hreppstjóri í Mánaskál, Andrés á Geithömrum, Þorleifur á Botnastöðum, Sveinn á Snæringsstöðum, Elísabet átti Erlend dbrm. Pálmason í Tungunesi, Salóme átti Jón alþm. Pálmason í Stóradal (Hlynir og hreggviðir. Þættir úr Húnaþingi, Ak. 1950; Brandsstaðaannáll).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.