Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Ólafsson

(– –í okt. 1688)

Prestur.

Foreldrar: Ólafur Guðmundsson í Finnstungu (Gíslasonar) og kona hans Steinunn „ Þorleifsdóttir að Fellsenda (Bjarnasonar). Í skóla átti hann launson (Jón bónda á Eyvindarstöðum), með vinnukonu föður síns (Guðríði nokkurri). Hefir fengið uppreisn, er 1646 djákn á Þingeyrum, vígðist 1655 aðstoðarprestur síra Sumarliða Einarssonar að Blöndudalshólum, og gegndi því prestakalli eftir lát hans (1658). fekk það að veitingu 26. maí 1668, mun þá hafa flutzt þangað (hafði áður búið í Finnstungu–Sölvatungu), og hélt til æviloka. Talinn miklhæfur maður og karlmenni, átti deilur vð Geitaskarðsmenn.

Kona: Þórunn Kortsdóttir klausturhaldara, Þormóðssonar (systir Þorleifs lögmanns).

Börn þeirra: Björn lögsagnari á Guðlaugsstöðum (honum vísað úr Skálholtsskóla 1678, vegna meðferðar galdrakvers), Jón lögréttumaður að Hrauni í Öxnadal (varð að fara úr Hólaskóla vegna galdraorðróms), Guðmundur ókv. og bl., Sigurður drukknaði í Blöndu, Þórunn óg., Guðrún átti Guðmund Andrésson á Bálkastöðum í Miðfirði, Sigríður bl., Þorkell bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.